Fréttir‎ > ‎

Þrír Íslandsmeistarar úr Golfklúbbnum Hamri

posted Aug 15, 2013, 4:33 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Um helgina fór Íslandsmót unglinga í höggleik fram á Hólmsvelli í Leiru. GHD sendi fjóra keppendur til þátttöku á mótinu í þremur flokkum. Árangur keppenda GHD var mjög góður og vanst sigur í öllum flokkum. Birta Dís Jónsdóttir varð Íslandsmeistari í flokki stúlkna 15 - 16 ára eftir umspil og bráðabana, Ólöf María Einarsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn nokkuð örugglega í flokki stúlkna 14 ára 
og yngri með tuttugu högga mun og Arnór Snær Guðmundsson varð Íslandsmeistari í flokki drengja 14 ára og yngri. Þá varð Kristján B. Sveinsson í fjórða sæti í flokki drengja 14 ára og yngri.
Frábær árangur hjá krökkunum.

Nánar á heimasíðu Golfklúbbsins http://www.ghdgolf.net/

Comments