Fréttir‎ > ‎

Tveir Íslandsmeistara unglinga í holukeppni frá Dalvíkurbyggð

posted Jun 20, 2013, 6:46 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
16. júní s.l. lauk Íslandsmóti unglinga í holukeppn. Golfklúbburinn Hamar sendi 8 keppendur á mótið og hvar árangur þeirra til fyrirmyndar á mótinu. Allir keppendurnir komust í 16 manna úrslit og 7 af 8 keppendum í 8 manna úrslit. Tveir keppendur náðu þeim frábæra árangri að verða Íslandsmeistarar. Það voru þau Ólöf María Einarsdóttir, í flokki stúlkna 14 ára og yngri og Arnór Snær Guðmundsson, í flokki drengja 14 ára og yngri.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í barna- og unglingastarfi Golfklúbbsins Hamars og sýnir árangur keppenda á mótinu glögglega fram á það.

UMSE óskar þeim Ólöfu og Arnór til hamingju með titlann og öllum keppendum til hamingju með þerra frábæra 
árangur.


 

Comments