Fréttatilkynning frá Umf. Þ.Sv. Árið 2009 var ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði ánafnað peningagjöf úr dánarbúi Óskar F. Þórsdóttur frá Bakka í Svarfaðardal. Peningarnir áttu að nýtast ungmennum í Svarfaðardal sérstaklega og því ákvað stjórn ungmennafélagsins á þeim tíma að setja á fót minningarsjóð Óskar F. Þórsdóttur í stað þess að peningarnir yrðu beinlínis látnir inn í rekstur ungmennafélagsins. Settar voru reglur fyrir sjóðinn á aðalfundi ungmennafélagsins 2009 þar sem segir að stjórn ungmennafélagsins annist úthlutun úr sjóðnum. Peningarnir eiga að nýtast ungmennum í Svarfaðardal, ekki síst ef upp koma veikindi eða erfiðleikar eða ef einhver hefur unnið til afreka í íþróttum eða náð eftirtektarverðum árangri á sínu sviði.
Það er kostnaðarsamt að taka þátt í æfingum og mótum eins og Anna Kristín hefur gert og því er það sönn ánægja fyrir okkur í stjórn ungmennafélagsins að geta afhent henni 100.000 kr. úr minningarsjóðnum. Þessi styrkur mun vonandi reynast Önnu Kristínu vel og það er von okkar í stjórn ungmennafélagsins að þetta hvetji hana til enn frekari dáða í hestamennskunni á komandi árum.
|
Fréttir >