Fréttir‎ > ‎

UMSE gallinn hjá Toppmenn- og sport

posted Dec 15, 2016, 3:14 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
UMSE gallinn er til sölu hjá versluninni Toppmenn- og sport á Akureyri. 

Gallinn verður niðurgreiddur af UMSE fram til 1. júní 2017. Verslunin selur gallan með niðurgreiðsluverðinu og því þarf ekki að sækja hana sérstaklega. Verðlista yfir þær vörur sem í boði eru má finna hér (verðlisti).

Gallarnir eru frá Hummel. Til þess að halda niður verðinu á göllunum, er pöntunum safnað saman og þeir pantaðir í magni. Þar af leiðandi getur afgreiðsla gallanna dregist um töluverðan tíma meðan náð er tilteknum fjölda til pöntunar.

Við viljum hvetja þau félög sem vilja nýta sér gallann fá lánað mátunarssett hjá versluninni og vera með mátunar-og pöntunardag fyrir sitt fólk. Þannig mætti afgreiða galla á mun skemmri tíma.

Tengiliður í versluninni er Sveinn, verslunarstjóri. Hægt er að hafa samband við hann með því að senda tölvupóst á toppmenn@toppmenn.is eða hafa samband við hann í síma 461 1855.

Ef einhverjar viðbótarspurningar vakna, er ykkur velkomið að hafa samband við skrifstofu UMSE í tölvupósti umse@umse.is eða í síma 868 3820.


Ċ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Dec 15, 2016, 3:14 AM
Comments