Fréttir‎ > ‎

UMSE og Dalvíkurbyggð undirrita samstarfssamning

posted Nov 4, 2015, 3:51 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Stjórn UMSE hefur að undanförnu unnið að því að gera samstarfssamninga við sveitarfélögin á starfssvæðinu. Sú vinna er ein af þeim markmiðum í stefnu UMSE sem samþykkt var á síðasta árþingi sambandsins. Hún miðar m.a. í áttina að því að UMSE hljóti gæðavottun ÍSÍ, Fyrirmyndar íþróttahérað.

Í gær, þriðjudaginn 3. nóvemer, var fyrsti samningurinn undirritaður, en það voru Bjarnveig Ingvadóttir, formaður UMSE og Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar sem undirrituðu samning milli UMSE og Dalvíkurbyggðar. Samningurinn felur m.a. í sér viljayfirlýsingu um frekara samstarf og samráð.
Unnið er að því hörðum höndum ljúka samningum við önnur sveitarfélög á starfssvæðinu, en þau eru Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur og er stefnt að því að þeirri vinnu ljúki fyrir lok þessa árs.


Comments