Fréttir‎ > ‎

Unglingalandsmót UMFÍ

posted Jul 11, 2017, 5:51 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina.

Mótið fer fram á Egilsstöðum að þessu sinni 4. – 5. ágúst (golfkeppnin hefst 3. ágúst).

Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

UMSE greiðir 50% af þátttökugjaldi fyrir sína keppendur sína að þessu sinni. Skráning á mótið fer fram á http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi þegar nær dregur móti.

Stofnaður hefur verið hópur fyrir þá sem langar að taka þátt og heitir hópurinn: UMSE á Unglingalandsmót UMFÍ.

UMSE verður með stórt tjald á svæðinu eins og venjulega. Boðið verður upp á kvöldkaffi fimmtudags, föstudags og laugardagskvöld. Við reynum að hafa alltaf heitt á könnunni og við hjálpumst að við að gera upplifunina af mótinu sem besta fyrir alla.

Boðið verður til grillveislu, laugardagskvöldið 5. ágúst. Veislan er keppendum UMSE að kostnaðarlausu. Aðstandendur og fylgdarfólk eldri en 18 ára, greiða 1.000.-, yngri frítt. Við biðjum alla að taka með sér sína eign diska og drykkjarföng. Jafnvel væri gott að koma með borð og stóla. Við biðjum þá sem langar að taka þátt í veislunni að tilkynna það í tölvupósti: umse@umse.is.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á aðstoð vinsamlegast hafið samband við skrifstofu UMSE í síma: 868-3820 eða í tölvupósti: umse@umse.is.


Comments