Fréttir‎ > ‎

MÍ aðalhluti í frjálsum íþróttum.

posted Feb 9, 2011, 12:49 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Feb 9, 2011, 12:55 PM ]
UMSE sendi 7 keppendur á Meistaramót Íslands einnig fylgdu með okkur einn keppandi frá HSÞ og einn frá USAH

Bestum árangri hjá UMSE náði hin kornunga Guðbjörg Ósk Sveindóttir frá Grenivík en hún átti frábæra helgi í keppni við hina fullorðnu og gaf þeim ekkert eftir. Guðbjörg varð í 4. sæti í 60m grindahlaupi á tímanum 9,67 sek en fyrir mót átti hún 10,19 sekúndur þannig að hún stórbætti sig í þessari grein. Guðbjörg náði auk þess 6. sæti í þrístökki með 9,98m
Annar árangur var eftirfarandi: 
Umf.Smárinn: Steinunn Erla Davíðsdóttir átti gott mót , Hún varð 5. í 200m hlaupi með 27,41 sek sem er hennar besti tími á þessu ári. Steinunn varð einnig 9. í 60m halupi með 8,44 sek sem er einnig hennar besti tími á þessu tímabili
Umf.Samherjar: Sjá einnig Guðbjörgu hér að ofan, Kristján Rögnvaldsson varð 8. í 400m hlaupinu á tímanum 51,69 sek, Sveinborg Katla varð 6. í stangarstökki með 2,55m og 7. í 60m grindarhlaupi á tímanum 10,79 sek sem er bæting hjá henni. Hermann Sæmundsson varð síðan 6. í 800m hlaupi með 2:17 mín.
Umf. Reynir: Arlinda Fejzulahi gerði sér lítið fyrir og kastaði 9,54m í kúluvarpi og náði í úrslit og endaði í 8.sæti. Ólöf Rún Júlíusdóttir varð 7. í stangarstökki með 2,40m.

Ari Þjálfari.
umse.is (4000×3000)
Comments