Fréttir‎ > ‎

Upplýsingar til keppenda UMSE á unglingalandsmóti

posted Jul 27, 2016, 8:11 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Það er orðið stutt í fjörið í Borgarnesi og keppni hefst í golfi og körfubolta á morgun.
Mótið verður svo formlega sett á föstudaginn.

Með því að fara inn á vefsíðuna http://landsmot.umfi.is/ er hægt að fara yfir skráninguna á mótið. Þar er slegin inn kennitala keppandans og koma þá fram grunn upplýsingar um skráningu keppandans. Þar koma einnig fram upplýsingar um liðsfélaga í hópíþróttum.


Nokkur praktísk atriði varðand þátttöku á mótinu.

Fylgist með UMSE á facebook:
og heimasíðu UMSE www.umse.is
Taggið myndir þegar þið póstið með: #umseaulm

UMSE verður með stórt tjaldsamkomutjald á svæðinu eins og venjulega.
Við stefnum að hafa stutta dagskrá í UMSE tjaldinu á hverjum degi mótsins.
Boðið verður til grillveislu, laugardagskvöldið 30.júlí. Veislan er keppendum UMSE að kostnaðarlausu. Aðstandendur og fylgdarfólk eldri en 18 ára, greiða 1.000.-, yngri frítt. Við biðjum alla að taka með sér sína eign diska og drykkjarföng. Jafnvel væri gott að koma með borð og stóla. Við biðjum þá sem langar að taka þátt í veislunni að tilkynna það í tölvupósti: umse@umse.is.
Venja er að bjóða til kvöldkaffis í tjaldinu. Okkur langar að biðja þá sem geta að koma með eitthvað smávegis til að leggja til í kaffið. Það geta t.d. verið keinur, snúðar, muffins eða annað slíkt.

Þátttaka í skrúðgöngunni er okkur mikilvæg til að koma fram sem einn og samstæður hópur. Á mótinu í fyrra á Akureyri fengu keppendur gefins peysur. Okkur langar að biðja þá sem eiga þessar peysur að nota þær einnig á þessu móti og þeir sem ekki eiga peysur að kanna hvort mögulega er hægt að fá lánaða peysu hjá einhverjum sem ekki ætlar að leggja leið sína á mótið.
Við stefnum á að klæðast þessum peysum í skrúðgöngunni á setningu mótsins.

Athugið að keppendur á mótinu eru á ábyrgð forráðamanna sinna og er yngri en 18 ára ekki heimilt að vera á tjaldstæðinu án ábyrgðarmanna.
Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og biðjum við alla að virða reglur mótsins, hvort sem er á keppnissvæðum, tjaldsvæði eða á öðrum stöðum þar sem dagskrá mótsins fer fram.

Ef einhverjar spurningar eru varðandi skráninguna má hafa samband Ingólf Sigfússon á netfangið ingolfur@umfi.is eða í síma 847 6287 milli kl. 16.00 og 18.00. Hann sér um skráningar og tölvuvinslu fyrir Unglingalandsmótið.

Hér neðar á síðunn eru tenglar á nokkur skjöl sem með upplýsingum, t.d. upplýsingabæklingur UMSE, kort af Borgarnesi þar sem merktir eru inn helstu staðirnir sem tengjast mótinu o.fl. Sum eru af heimasíðu UMFÍ og eru upplýsandi um mótið (þau eru birt með fyrirvara um breytingar).

Ef einhverjar spurningar vakna eða þörf er á aðstoð vinsamlegast hafið samband við skrifstofu UMSE í síma: 868-3820 eða í tölvupósti: umse@umse.is.

Þið munið svo fá fleiri póstsendingar frá mér núna í aðdraganda mótsins. Þar munu koma fram fleir upplýsingar sem snúa að þátttöku UMSE á mótinu.
Ċ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Jul 27, 2016, 8:11 AM
Ċ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Jul 27, 2016, 8:11 AM
Ċ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Jul 27, 2016, 8:11 AM
Ċ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Jul 27, 2016, 8:14 AM
Ċ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Jul 27, 2016, 8:11 AM
ą
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Jul 27, 2016, 8:11 AM
Ċ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Jul 27, 2016, 8:11 AM
Ċ
Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE,
Jul 27, 2016, 8:11 AM
Comments