Fréttir‎ > ‎

Upplýsingar um þátttöku UMSE á ULM

posted Jul 22, 2011, 4:40 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE

Um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót UMFÍ. Hátíðin verður á Egilsstöðum að þessu sinni og í umsjón UÍA. Dagskrá hátíðarinnar verður að venju vegleg og ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað við sitt hæfi. Keppnisgreinar eru dans, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, motocross, knattspyrna, körfubolti, skák og sund.

Keppnisgjaldið er 6.000.- kr. á hvern keppanda, óháð þátttöku í greinum. Innifalið í því er allt sem við kemur mótinu, keppni, tjaldstæði og allir viðburðir. Skráning í mótið fer fram á heimasíðu mótsins www.ulm.is. Skráningin er opin til og með sunnudeginum 24. júlí. Keppendur sjá um að skrá sig sjálfir og greiða þátttökugjöldin. Nýjung í skráningarkerfi mótsins er að hægt er að greiða þátttökugjaldið í gegnum vefinn. Einnig verður hægt að greiða þátttökugjöldin þegar keppnisgögn eru sótt. Skrifstofa UMSE mun svo fylgjast með skráningunni og aðstoða þá sem lenda í vandræðum (868-3820 eða umse@umse.is). Þeir sem hafa áður keppt á mótinu þurfa skrá sig á skráningarsíðuna með sama hætti og áður en þeir sem eru að fara í fyrsta skipti þurfa að fara í gegnum nýskráningarferli.

Undanfarin ár hefur UMSE verið með stórt samkomutjald á tjaldsvæði okkar. Á því verður engin breyting að þessu sinni. Þar munum við standa fyrir samkomum og upplýsingafundum fyrir okkar lið. Þá munum við bjóða til grillveislu fyrir keppendur og aðstandendur þeirra. Grillveislan verður keppendum að kostnaðarlausu. Aðstandendur, eldri en 18 ára, munu þurfa að greiða 1.000.- kr. á mann en fyrir aðra verður frítt. Á samkomum okkar í  samkomutjaldinu er venja að bjóða upp á kaffi, kakó og eitthvað brauð. Við viljum endilega biðja fólk um það baka smáræði og leggja það í púkkið fyrir þessa samkomur. Við munum gefa út samskonar upplýsinga-bækling og í fyrra, þar sem birt verða nöfn okkar keppenda, helstu upplýsingar um okkar tjaldsvæði, dagskrá og tengiliðaupplýsingar fyrir okkar fólk.

Það er okkur mikilvægt að allir taki þátt í skrúðgöngunni við setningarhátíðina og klæðist félagsgalla UMSE. Þeim sem ekki eiga galla og geta ekki orðið sér sjálfir út um galla að láni, munum við aðstoða við að fá lánaðan galla. Mikilvægt er að fólk hafi fyrirvara um það og hafi samband í tíma. Á síðasta móti var hópur UMSE mjög áberandi og birtar myndir af hópnum í helstu fjölmiðlum landsins.

Þeir sem tóku þátt með okkur í fyrra voru flestir sammála um það vel hefði tekist til að halda utanum hópinn og er það líklega vegna þess að marga hendur vinna létt verk. Mikill samhugur var í fólki og allir tilbúnir að taka þátt.

Við vonumst til þess að sjá sem flesta á mótinu til þess að taka þátt í gleðinni með okkur.

Comments