Fréttir‎ > ‎

Upplýsingar vegna unglingalandsmótsins

posted Jul 23, 2010, 5:07 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Skráning á mótið er nú með mesta móti. Þegar skáningu lauk voru 52 keppendur skráðir frá UMSE. Líkt og áður hefur komið fram ætlum við að bjóða keppendum til grillveislu á mótinu. Foreldrum og fylgdarfólki er velkomið að taka þátt í veislunni gegn vægu gjaldi (1.000.- kr.). Frítt er 10 ára og yngri í veisluna. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í veislunni eru beðnir um að láta Steina, framkvæmdastjóra UMSE, vita í síðasta lagi á þriðjudaginn (s:868-3820 tölvup. umse@umse.is)
Vegna óánægju með ýmsa þætti varðandi mótið í fyrra munum við nú reyna að standa okkur betur í þetta skiptið, sérstaklega hvað varðar upplýsingagjöf. Við munum vera með upplýsingatöflu í samkomutjaldinu og vera með upplýsingabækling fyrir UMSE liðið þar sem nauðsynlegustu upplýsingar koma fram. Bæklingnum verður dreift á mótinu og verður hann aðgengilegur fljótlega hér á umse.is.
Nánari upplýsingar um tilhögun tjaldssvæði UMSE gefur Steini, framkvæmdastjóri UMSE eða Óskar Formaður UMSE.
Comments