Fréttir‎ > ‎

Úrslit af árlegu Brúsmóti Umf. Þorsteins Svörfuðar

posted Dec 29, 2013, 5:30 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Árlegt Brúsmót Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðarvar haldið að Rimum 27. desember. Var þetta þriðja árið í röð sem ungmennafélagið stendur fyrir Brúsmóti sem þessu. Sigurvegarar fyrri tveggja móta, liðið Guðmar,  sem skipað er þeim Guðrúnu Ingvadóttur og Margréti Birnu Kristinsdóttur, þriðja árið í röð.
Spilað var á fimm borðum og var hart barist í spilamennskunni. Stefnt er að því að mótið verði haldið árlega að kvöldi þriðja í jólum - og mun mótið vonandi eflast þegar fram líða stundir.

Úrslit mótsins eru sem hér segir:
1. sæti Guðrún Ingvadóttir, Margrét Birna Kristinsdóttir
2. sæti Karl Heiðar Friðriksson og Hjörtur Þórarinsson 
3. sæti Þorsteinn Mikael Gunnlaugsson og Ómar Hjalti Sölvason
Klórningaverðlaun Zophonías Jónmundsson og Hjörleifur Sveinbjarnason
Comments