Fréttir‎ > ‎

Úthlutað úr afreksmannasjóði UMSE

posted Dec 16, 2014, 1:25 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Í gær var úthlutað úr afreksmannasjóði UMSE. Að þessu sinni bárust sjóðnum 10 umsóknir og hlutu allir umsækjendur úthlutun. Umsækjendur koma frá nokkrum félögum og úr nokkrum mismunandi aðildarfélögum. Stjórn UMSE úthlutar úr sjóðnum.

Eftirtaldir hlutu úthlutun:

Arnór Snær Guðmundsson, golfari úr Golfklúbbnum Hamri
Guðfinna Eir Þorleifsdóttir, skíðakona úr Skíðafélag Dalvíkur.
Bríet Brá Bjarnadóttir, skíðakona úr Skíðafélag Dalvíkur.
Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður úr Umf. Samherjum.
Haukur Gylfi Gíslason, badmintonmaður, Umf. Samherjum.
Helgi Halldórsson, skíðamaður úr Skíðafélag Dalvíkur.
Júlíana B. Gunnarsdóttir, frjálsíþróttakona úr Umf. Svarfdæla 
Ólöf María Einarsdóttir, golfkona úr Golfklúbburnum Hamri
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, frjálsíþróttakona úr Umf. Samherjum.
Sveinborg Katla Daníelsdóttir, frjálsíþróttakona Umf. Samherjum.

Þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að vera efnilegir íþróttamenn sem hafa staðið sig frábærlega, hvert á sínum vettvangi, á árinu.

Comments