Fréttir‎ > ‎

Úthlutað úr fræðslu- og verkefnasjóði UMSE

posted Nov 20, 2019, 3:44 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Nýverið úthlutaði sjóðsstjórn Fræðslu- og verkefnasjóðs styrkjum. 
Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:

-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.

-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Að þessu sinni var úthlutað styrkjum til sex verkefna:

Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður, vegna útgáfu afmælisrits.
Golfklúbburinn Hamar, vegna eflingar barna- og unglingastarfs / golfskóla.
Ungmennafélagið Samherjar, vegna búnaðar til bandýiðkunar.
Ungmennafélagið Samherjar, vegna borðtennis fyrir eldra fólk.
Sveinn Torfason, Skíðafélagi Dalvíkur, vegna þjálfararáðstefnu hjá norska skíðasambandinu.
Aldís Lilja Sigurðardóttir, Umf. Samherjum, vegna þjálfaranámskeiðs.

Í sjóðsstjórn fræðslu- og verkefnasjóðs UMSE sitja Hringur Hreinsson (Umf. Æskunni), Jóhanna Gunnlaugsdóttir (Umf. Þorsteini Svörfuði) og Edda Kamilla Örnólfsdóttir (fulltrúi stjórnar UMSE).

Næst úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. nóvember 2020 og er umsóknarfrestur til 1. október 2020.

Nánari upplýsingar um úthlutun og reglur þar um veitir skrifstofa UMSE.


Comments