Fréttir‎ > ‎

Úthlutað úr Landsmótssjóði

posted Nov 1, 2013, 5:24 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Nú hefur verið úthlutað úr Landsmótssjóði UMSE 2009. Um var að ræða seinni úthlutun ársins. Umsóknir sem bárust sjóðnum voru að þessu sinni fimm talsins. Úthlutað var til fjögurra aðila en einni umsókn hafnað. Eftirfarandi eru þeir sem fengu úthlutað að þessu sinni:

-Umf. Samherjar, 75.000.- kr., vegna útgáfu kynningarbæklings um starfsemi félagsins.
-Hestamannafélagið Funi, 100.000.- kr., vegna uppbyggingar á nýrri keppnisgrein.
-Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Umf. Svarfdæla, 75.000.- kr., vegna fræðslufundar með foreldrum barna af erlendum uppruna.
-Frjálsíþróttadeild Umf. Svarfdæla, 75.000.- kr., vegna þátttökukostnaðar á þjálfaranámskeiði.

Við óskum þessum aðilum til hamingju og velfarnaðar með verkefnin.
Comments