Fréttir‎ > ‎

Úthlutað úr Landsmótssjóði

posted Jun 1, 2014, 2:24 PM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Nú hefur sjóðsstjórn Landsmótssjóðs UMSE 2009 úthlutað úr sjóðunum. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og fer seinni úthlutunin fram í október.
Að þessu sinni bárust sjóðnum 9 umsóknir. Eftirfarandi hlutu úthlutun:

  • Frjálsíþróttadeild Umf.Svarfdæla, 20.000 kr. vegna endurnýjunnar á búnaði fyrir kastíþróttir.
  • Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Umf.Svarfdæla, 50.000 kr. vegna túlkaþjónustu.
  • Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Umf.Svarfdæla, 40.000 kr. til samvinnu við KF.
  • Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Umf.Svarfdæla, 25.000 kr. vegna átaks í kvennabolta.
  • Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Umf.Svarfdæla, 50.000 kr. vegna markmannsþjálfunnar.
  • Sundfélagið Rán, 20.000 kr. vegna dómaranámskeiðs.
  • Skíðafélag Dalvíkur, 100.000 kr. vegna gestaþjálfara.

  • Tveimur umsóknum var hafnað.

Upplýsingar um úthlutun úr sjóðnum og aðra styrki UMSE veitir má finna hér á heimasíðunni undir styrkir.
Comments