Fréttir‎ > ‎

Úthlutað úr landsmótssjóði UMSE

posted Nov 2, 2015, 9:52 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Sjóðsstjórn Landsmótssjóðs UMSE 2009 hefur nú úthlutað úr sjóðnum, vegna seinni úthlutunar 2015. Umsóknarfrestur var til 30. september. Alls bárust sjóðnum að þessu sinni 11 umsóknir. Úthlutað var vegna 9 umsókna, samtals að upphæð 380.000.- kr. Eftirfarandi verkefni hlutu úthlutun að þessu sinni:

  • Umf. Samherjar, 50.000.- kr. vegna kaupa á borðtennisróbót.
  • Umf. Samherjar, 30.000.- kr. vegna borðtennisþjálfaranámskeiðs.
  • Blakfélagið Rimar, 80.000.- kr. vegna framkvæmda við uppsetningu á strandblakvelli á Dalvík.
  • Skíðafélag Dalvíkur, 40.000.- kr. vegna verkefnisins „Fyrsti bekkur á skíði“.
  • Skíðafélag Dalvíkur, 60.000.- kr. vegna kaupa og uppsetningar á ljóskösturum á barnasvæði.
  • Sundfélagið Rán, 40.000.- kr. vegna þátttöku á sunddómaranámskeiði.
  • Hestamannafélagið Funi, 40.000.- kr. vegna reiðkennslu barna og unglina.
  • Óskar Þór Vilhjálmsson, 20.000.- kr. vegna þátttöku á knattspyrnuþjálfaranámskeiði.
  • Guðrún Rut Hreiðarsdóttir, 20.000.- kr. vegna endurmenntunar í reiðkennslu.
UMSE óskar umsækjendum til hamingju með úthlutunina. Næsta úthlutun úr sjóðnum fer fram í 1. júní 2016 og er umsóknarfrestur til 31. apríl 2016.

Comments