Fréttir‎ > ‎

Úthlutað úr Landsmótssjóði UMSE

posted Dec 6, 2016, 3:39 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE
Úthlutað hefur verið úr Landsmótssjóði UMSE. Alls bárust sjóðnum þrjár umsóknir að þessu sinn og hlutu tvær þeirra úthlutun.
Skíðafélag Dalvíkur hlýtur 50.000.- kr. styrk til kaupa á tæknibúnaði vegna þjálfunar.
Stjórn UMSE hlýtur 50.000.- kr. styrk vegna vinnu við varðveilsu á sögulegum gögnum og ljósmyndum.

Landsmótssjóður UMSE 2009 var stofnaður í kjölfar Landsmóts UMFÍ sem haldið var á Akureyri árið 2009. Mótshaldið var samstarfsverkefni UMSE og Ungmennafélags Akureyrar.
Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:
-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.
-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.
-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE. 
Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, 1. júní og 1. nóvember. Umsóknarfrestur fyrir fyrri úthlutunina er til og með 31. apríl og fyrir þá seinni  til og með 30. september. Nánar um sjóðinn er að finna í reglugerð hans hér á vefsíðunni.
Comments