Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Eingöngu félagar og keppnishópar innan UMSE, sem stunda íþróttir iðkaðar innan UMSE og viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusamband (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum. Stjórn sjóðsins er stjórn UMSE og sér hún um úthlutun úr honum hverju sinni. Að þessu sinni hlut eftirfarandi einstaklingar styrki úr sjóðnum: • Alexander Þór Arnarson • Andri Már Mikaelsson • Auðunn Orri Arnarsson • Friðrik Örn Ásgeirsson • Guðmundur Smári Daníelsson • Ólafur Ingi Sigurðsson • Pétur Elvar Sigurðsson • Úlfur Hugi Sigmundsson • Trausti Freyr Sigurðsson • Sveinborg Katla Daníelsdóttir Stjórn UMSE veitir ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE vegna æfinga- og keppnisferða. Hægt er að sækja um fyrir einstaklinga eða hópa. Úthlutað er samkvæmt vinnureglum sem stjórn setur og miðast þeir við fjárhag sambandsins að hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Ferðastyrki fengu að þessu sinni: • Aldís Lilja Sigurðardóttir • Auðunn Orri Arnarsson • Andri Már Mikaelsson • Friðrik Örn Ásgeirsson • Guðmundur Smári Daníelsson • Hinrik Logi Árnason • Kamil Michal Gorajek • Ólafur Ingi Sigurðsson • Pétur Elvar Sigurðsson • Trausti Freyr Sigurðsson • Úlfur Hugi Sigmundsson • Meistarafl. Knattspyrna Umf. Samherjar (25 manna hópur) Fræðslu- og verkefnasjóður úthlutaði einnig nýverið úr sjóðnum. Hann hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess og styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE svo sem: -Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE. -Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins. -Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE. Í þetta sinn fengu eftirfarandi úthlutað úr sjóðnum: • Hestamannfélagið Funi • Sundfélagið Rán • Skíðafélag Dalvíkur • Knattspyrnudeild Umf. Svarfdæla Öllum þessum aðilum óskum við til hamingju og velfarnaðar á næsta ári. |
Fréttir >