Fréttir‎ > ‎

Vormót UMSE 2010

posted Jun 14, 2010, 11:11 AM by Ungmennasamband Eyjafjarðar UMSE   [ updated Jun 16, 2010, 2:17 PM ]


Vormót UMSE fer fram mánudaginn 21. júní og miðvikudaginn 23. júní 2010 á Íþróttaleikvangnum við Hamar og hefst það klukkan 18:00 báða dagana. 
21. júní keppa 13 ára og eldri og 23. júní keppa 12 ára og yngri. 
Mótið er öllum opið. 


-21. júní verður keppt í aldursflokkunum; 
Telpur og piltar 13-14 ára; 100m, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk og spjótkast. 
Konur og Karlar 15 ára og eldri; 100m, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk og spjótkast. -23. júní verður keppt í aldursflokkunum; 
Pollar og Pæjur 8 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast. 
Hnátur og hnokkar 9-10 ára: 60m hlaup, 400m, langstökk, boltakast. 
Stelpur og strákar 11-12 ára: 60m hlaup, 400m, langstökk, kúluvarp, spjótkast og hástökk. 

-Verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sæti til keppenda 11 ára og eldri og þátttökuviðurkenningar til 10 ára og yngri. 

-Þátttökugjald er 500.- kr. á hverja grein. 

-Skráning fer fram í gegnum mótaforrit FRÍ og skráningarfrestur til miðnættis Sunnudaginn 20. júní fyrir keppni 21. júní og miðnættis Þriðjudaginn 22. júní fyrir keppni 21. júní. 

Starfsmenn:
Eins og venjulega þurfum við á starfsfólki að halda frá félögunum til að mótið gangi vel. 

1-10 skráningar 1 starfsmaður 
11-20 skráningar 2 starfsmenn 
21-40 skráningar 3 starfsmenn 
41-60 skráningar 4 starfsmenn 
61-80 skráningar 5 starfsmenn 
81-100 skráningar 6 starfsmenn 
101-120 skráningar 7 starfsmenn 
121 og fleiri skráningar 8 starfsmenn 

Nöfn starfsmanna skulu send til á netfangið merkigil@nett.is ekki seinna en mánudaginn 20. júní. 

Vonumst til að sjá sem flesta. 
Með sumarkveðju 
fh. frjálsíþróttanefndar UMSE 
Kristín Hermansdóttir
Comments