Tryggingar

UMSE og aðildarfélög eru með Slysa- og ábyrgðartryggingu íþróttamanna hjá Verði tryggingum hf.

Tryggingin er slysa og ábyrgðartrygging sem gildir eingöngu fyrir aðildarfélög UMSE og skráða félagsmenn í UMSE (félagsmenn aðildarfélaga).

Eftirfarandi upplýsingar eru birtar með fyrirvara um að þær séu samhljóða skilmálum vátryggingarinnar. Vinsamlegast kynnið ykkur skilmála á heimasíðu Varðar trygginga hf.

Tryggingin tvíþætt, slysatrygging og almenna ábyrgðartrygging.

Slysatryggingin bætir, samkv. skilmálum bætur annarsvegar vegna andláts og hinsvegar vegna örorku:

2.1 Vátryggingin greiðir bætur samkvæmt vátryggingaupphæðum í gr. 2.4, verði einhver hinna vátryggðu fyrir líkamlegu slysi. Slys telst vera skyndilegur, utanaðkomandi atburður sem veldur áverka/tjóni á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans. Þrátt fyrir þessa skilgreiningu teljast eftirtalin atvik vera innifalin í vátryggingunni.
a) Kviðslit sem verður við íþróttaiðkun og er tilkynnt félaginu án tafar.
b) Heilsutjón eða andlát við böð, sund, vegna sólstings eða annarra áhrifa ljóss, hitastigs eða veðurs. Þetta gildir
einnig þótt að ekki sé um að ræða beinar afleiðingar slyss.
c) Allar tognanir, snúningar og slit sem orsakast á skyndilegan og óvæntan hátt.
d) Andlát sem að orsakast beint af líkamlegri örmögnum við virka þátttöku í keppni eða við æfingar. Bætur eru 50%
af dánarbótum vátryggingarinnar

2.2 Vátryggingin bætir ekki slys sem verða vegna eftirtalinna atvika:
a) Slys sem verða í flugi, nema að sá sem tryggður er sé farþegi í áætlunar- eða leiguflugi á vegum aðila sem hefur
tilskilinn leyfi hlutaðeigandi flugmálayfirvalda.
b) Slys sem verða í fallhlífarstökki, teygjustökki, drekaflugi og svifflugi.
c) Slys sem verða við ástundun akstursíþróttar, hvort sem er við æfingar eða keppni.
d) Slys sem beint eða óbeint eru af völdum kjarnabreytingar, jónandi geislunar, mengunar af geislavirkum efnum,
kjarnaeldsneytis og kjarnaúrgangsefnis eða af völdum styrjaldar, innrásar, hernaðaraðgerða, borgararósta, uppreisnar, eða svipaðra aðgerða.
e) Slys er sá sem vátryggður er verður fyrir í handalögmáli, við þátttöku í refsiverðum verknaði, undir áhrifum deyfi- og/eða eiturlyfja eða í ölæði, nema sannað sé að ekkert orsakasamband hafi verið milli þess ástands vátryggðs og slyssins.
f) Slys sem verða vegna lækningameðferðar, skurðaðgerðar eða lyfjanotkunar, nema það sé að læknisráði vegna bótaskylds slyss.
g) Slys sem orsakast af matareitrun, drykkjareitrun, hvers kyns smiti eða neyslu
h) Slys sem orsakast af ásetningi hins vátryggða.

2.3 Slys sem andlega fatlaðir eða geðveikir einstaklingar verða fyrir, bætast því aðeins að ekkert orsakasamband hafi verið milli þess ástands vátryggðs og slyssins sem hann varð fyrir. 

Ábyrgðartryggingin vátryggir samkv. skilmálum eftirfarandi:

3.1 Félagið vátryggir gegn þeirri skaðabótaskyldu er fellur á vátryggingartaka eða einhvern hinna vátryggðu að
íslenskum lögum sem einstaklinga eða lögpersónur, enda sé skaðabótaskyldan bein afleiðing af tjóni á mönnum eða
munum (þar með taldar fasteignir og dýr) og ekki víðtækari en venjuleg skaðabótaskylda utan samninga.

3.2 Félagið vátryggir gegn þeirri skaðabótaskyldu er fellur á vátryggingartaka samkvæmt íslenskum lögum sem eiganda
húseignar eða húseignarhluta. Vátryggingin nær aðeins til tjóns, sem verður vegna húseignarinnar eða eignarhluta
vátryggingartaka eða vegna sameiginlegrar ábyrgðar hans með öðrum eigendum hússins og þá í réttu hlutfalli við
eignarhluta hans, enda sé skaðabótaskyldan bein afleiðing af tjóni á mönnum eða munum (þar með taldar fasteignir
og dýr) og ekki víðtækari en venjuleg skaðabótaskylda utan samninga.

3.3 Félagið vátryggir gegn þeirri skaðabótaskyldu er fellur á vátryggingartaka samkvæmt íslenskum lögum sem
leigutaka eða afnotahafa hvers kyns mannvirkja eða lóða sem þjóna venjulegum rekstri vátryggingartaka, enda sé
skaðabótaskyldan bein afleiðing af tjóni á mönnum eða munum (þar með taldar fasteignir og dýr) og ekki víðtækari
en venjuleg skaðabótaskylda utan samninga. Til mannvirkja teljast hvers kyns byggingar, sundlaugar, íþróttavellir
og áhorfendastúkur.

3.4 Við breytingar á áhættu vegna verklegra framkvæmda, viðhalds eða endurbóta á mannvirkjum eða lóðum, þar sem
kostnaður fer fram úr kr. 15.000.000.-, skal vátryggingartaki gera félaginu aðvart og greiða viðbótariðgjald til þess
að sú heildaráhætta sé innifalin í þessari vátryggingu. Sé kostnaður við þessar framkvæmdir áætlaðar undir kr.
15.000.000.- er sú áhættuaukning innifalin í þessari vátryggingu.

3.5 Ef bótakrafa kemur fram á hendur vátryggðum á því sviði, sem vátryggingin nær til, á félagið rétt á að annast
uppgjör og málsvörn ef til hennar kemur. Yfirlýsingar vátryggðs um bótaskyldu sína binda ekki félagið og ber
vátryggður ábyrgð á slíkum yfirlýsingum sjálfur. Félagið greiðir kostnað við málsvörn enda þótt samanlagður
kostnaður tjónsbóta og málskostnaðar nemi hærri upphæð en vátryggingarfjárhæðinni. Þessi kostnaður getur þó
ekki farið framyfir 25% af vátryggingarfjárhæð
3.6 Vátryggingin bætir eftirfarandi gagnkvæmar kröfur milli hinna vátryggðu;
a) félagsmanns vátryggingartaka á hendur vátryggingartaka
b) félagsmanns vátryggingartaka á hendur stjórnanda, starfsmanni eða aðstoðarmanni vátryggingartaka og öfugt
c) félagsmanni vátryggingartaka á hendur öðrum félagsmanni vátryggingartaka svo fremi sem almennar
réttarreglur um áhættutöku eða samþykki eigi ekki við
d) allar aðrar kröfur sem hinir vátryggðu hafa uppi sín á milli eru fyrir utan bótasvið þessarar ábyrgðartryggingar.

3.7 Ábyrgðartryggingin gildir um allan heim. Bætur vegna atvika sem eiga sér stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku,
Kanada og Mexíkó takmarkast við málskostnað, kostnað við að koma í veg fyrir eða takmarka tjón og bætur vegna
þeirra beinu hagsmuna sem hafa orðið fyrir tjóni. Í engum tilfellum bætir þessi ábyrgðartrygging kröfur sem bera
með sér einkenni sektar eða refsingar (punititive damages).
3.8 Ef að vátryggingartaki heldur íþróttamót með ótryggðum aðilum þá gilda eftirfarandi ákvæði;
a) bótaábyrgð félagsins takmarkast við þáttökuhlutfall vátryggingartaka í mótinu. Ekki skiptir máli í hvaða félagi
persónur eða hlutir tilheyra, sem tjóninu valda
b) ábyrgðartryggingin gildir ekki um innbyrðis kröfur aðila að slíku íþróttamóti
c) ábyrgðartryggingin nær ekki til muna sem að aðilar að slíku íþróttamóti hafa lagt til mótsins eða útvegað.
Undantekningar frá bótaábyrgð félagsins

3.9 Ábyrgðartrygging þessi gildir ekki:
a) vegna notkunar áhorfendapalla sem ekki hafa verið teknir út og samþykktir af viðeigandi yfirvöldum;
b) vegna notkunar vélknúins ökutækis s.s. bifreiðar, skips, báta eða loftfara. Þó ber félagið ábyrgð vegna vinnuvéla
sem ekki eru skráningarskyld og komast ekki yfir 20 km. hraða á klukkustund;
c) taki önnur vátrygging yfir tjónið svo sem brunatrygging fasteigna, lausafjártrygging eða önnur ábyrgðartrygging;
d) vegna muna sem að vátryggður hefur að láni, í geymslu eða eru af öðrum ástæðum í vörslu hans. Um vörslur
eða afnot á fasteignum gilda ákvæði gr.3.3.