Tryggingar

UMSE og aðildarfélög eru með Slysa- og ábyrgðartryggingu íþróttamanna hjá Verði tryggingum hf.

Tryggingin er slysa og ábyrgðartrygging sem gildir eingöngu fyrir aðildarfélög UMSE og skráða félagsmenn í UMSE (félagsmenn aðildarfélaga).

Eftirfarandi upplýsingar eru birtar með fyrirvara um að þær séu samhljóða skilmálum vátryggingarinnar. Vinsamlegast kynnið ykkur skilmála á heimasíðu Varðar trygginga hf.

Tryggingin tvíþætt, slysatrygging og almenna ábyrgðartrygging.

Slysatryggingin bætir, samkv. skilmálum bætur annarsvegar vegna andláts og hinsvegar vegna örorku:

2.1.   Vátryggingin greiðir bætur samkvæmt vátryggingaupphæðum í gr. 2.4, verði einhver hinna vátryggðu fyrir líkamlegu slysi. Slys telst vera skyndilegur, utanaðkomandi atburður sem veldur áverka/tjóni á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans. Þrátt fyrir þessa skilgreiningu teljast eftirtalin atvik vera innifalin í vátryggingunni. 
a) Kviðslit sem verður við íþróttaiðkun og er tilkynnt félaginu án tafar.
b) Heilsutjón eða andlát við böð, sund, vegna sólstings eða annarra áhrifa ljóss, hitastigs eða veðurs. Þetta gildir einnig þótt að ekki sé um að ræða beinar afleiðingar slyss.
c) Allar  tognanir, snúningar og slit sem orsakast á skyndilegan og óvæntan hátt. 
d) Andlát sem að orsakast beint af líkamlegri örmögnum við virka þátttöku í keppni eða við æfingar. Bætur eru 50% 
af dánarbótum vátryggingarinnar

Ábyrgðartryggingin vátryggir samkv. skilmálum eftirfarandi:

3.1  Félagið vátryggir gegn þeirri skaðabótaskyldu er fellur á vátryggingartaka eða einhvern hinna vátryggðu að íslenskum lögum sem einstaklinga eða lögpersónur, enda sé skaðabótaskyldan bein afleiðing af tjóni á mönnum eða munum (þar með taldar fasteignir og dýr) og ekki víðtækari en venjuleg skaðabótaskylda utan samninga.
3.2  Félagið vátryggir gegn þeirri skaðabótaskyldu er fellur á vátryggingartaka samkvæmt íslenskum lögum sem eiganda húseignar eða húseignarhluta. Vátryggingin nær aðeins til tjóns, sem verður vegna húseignarinnar eða eignarhluta vátryggingartaka eða vegna sameiginlegrar ábyrgðar hans með öðrum eigendum hússins og þá í réttu hlutfalli við eignarhluta hans, enda sé skaðabótaskyldan bein afleiðing af tjóni á mönnum eða munum (þar með taldar fasteignir og dýr) og ekki víðtækari en venjuleg skaðabótaskylda utan samninga.
3.3. Félagið vátryggir gegn þeirri skaðabótaskyldu er fellur á vátryggingartaka samkvæmt íslenskum lögum sem leigutaka eða afnotahafa hvers kyns mannvirkja eða lóða sem þjóna venjulegum rekstri vátryggingartaka, enda sé skaðabótaskyldan bein afleiðing af tjóni á mönnum eða munum (þar með taldar fasteignir og dýr) og ekki víðtækari en venjuleg skaðabótaskylda utan samninga. Til mannvirkja teljast hvers kyns byggingar, sundlaugar, íþróttavellir og áhorfendastúkur.