Fræðslu- og verkefnasjóður UMSE

Umsóknareyðublað (Word)

Umsóknareyðublað (.pdf)

Reglugerð fyrir fræðslu- og verkefnasjóð UMSE

1. grein

Sjóðurinn heitir Fræðslu- og verkefnasjóður UMSE og var hann stofnaður í framhaldi af uppgjöri Landsmóts UMFÍ á Akureyri 2009. Skal varnarþing hans vera starfssvæði UMSE.

2. grein

Stofnfé sjóðsins var 6 milljónir króna. Stofnfé var hluti þess hagnaðar af Landsmóti UMFÍ á Akureyri sem kom í hlut UMSE, sem annars tveggja mótshaldara Landsmótsins.

3. grein

Sjóðurinn skal ávaxtaður á tryggan hátt og á svo góðum kjörum sem hægt er. Óheimilt er að veita lán úr sjóðnum eða veðsetja eignir hans.

4. grein

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að starf UMSE geti í framtíðinni orðið enn öflugara.

Sjóðurinn styrki ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:

a) Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara,

leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.

b) Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra

og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.

c) Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla

innra starf UMSE.

5. grein

Tekjur sjóðsins eru:

Ákveðið hlutfall af óskiptum lottótekjum er renna til UMSE, skv. reglugerð um skiptingu á lottótekjum sambandsins.

Aðrar tekjur sem sjóðnum berast.

Tekjur af eignum sjóðsins.

6. grein

Heimilt er að úthluta allt að 600 þús. kr. árlega.

7. grein

Þriggja manna sjóðsstjórn ber ábyrgð á starfsemi sjóðsins, fer meðmálefni hans og daglega umsýslu. Tveir fulltrúar skulu kjörnir á ársþingi UMSE ár hvert. Einn fulltrúi kemur úr stjórn UMSE og skal hann tilnefndur af stjórn UMSE.

8. grein

Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast fyrir 1. október ár hvert. Úthlutun fer fram eigi síðar en 1. nóvember sama ár.

9. grein

Styrkumsækjendur skulu sækja um skriflega til sjóðsstjórnar, þar sem fram kemur glögg lýsing á viðkomandi verkefni og rökstuðningur fyrir umsókninni. Forsenda úthlutunar er staðfesting á verkefninu, s.s. afrit af reikningum og kvittanir.

10. grein

Sjóðsstjórn skal á hverju ársþingi UMSE gera grein fyrir styrkveitingum úr sjóðnum í ársskýrslu UMSE.

11. grein

Skoðendur UMSE annast jafnframt endurskoðun reikninga sjóðsins árlega. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.

12. grein

Breytingar á Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE skulu gerðar á ársþingi UMSE.

Samþykkt svohljóðandi á 97. ársþingi UMSE í Laugarborg 22. mars 2018.