Stefna UMSE

Stefna UMSE 2015-2020

Á 94. ársþingi UMSE árið 2015 var stefna UMSE fyrir árin 2015 - 2020 samþykkt.

Allt frá árinu 2010 höfðu stjórn og framkvæmdastjóri UMSE reglulega tekið til umfjöllunar hvert hlutverk UMSE sé og hvert hlutverkið ætti að vera. Í lögum ÍSÍ og UMFÍ er skilgreint grunnhlutverk íþróttahéraða en mörg þeirra, þar á meðal UMSE, starfa á víðtækari grunni til stuðnings við grasrótina.

Árið 2012 tók stjórn UMSE ákvörðun um að móta þyrfti stefnu UMSE. Hluti af því ferli fæli í sér ítarlega greiningu á innviðum, en jafnframt þyrfti að greina vel það umhverfi sem UMSE starfar í. Með því væri hægt að draga fram gildi, hlutverk og framtíðarsýn sambandsins.

Lokavinnan í þessari vegferð fór fram á stefnumótandi fundi þar sem, samkvæmt ákvörðun 93. ársþings UMSE, unnið yrði með fulltrúum aðildarfélaga. Þannig mætti best setja fram stefnu UMSE sem væri í takt við vilja grasrótarinnar. Fundurinn var haldinn í nóvember 2014 og var honum stýrt af ráðgjafa frá Símey (Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar). Skýrsla ráðgjafans þar sem niðurstöður fundarins eru dregnar saman er veigamikill þáttur í mótun stefnu UMSE.

Stefna UMSE 2015-2020 samþykkt á 94. ársþingi.pdf