Vinnuþjarkurinn

Reglugerð um vinnuþjarkinn

1. grein.

Bikar þessi skal heita Vinnuþjarkurinn.

Hann var gefinn af Sveini Jónssyni og Ásu Marinósdóttur á 80 ára afmæli UMSE.

2. grein.

Stjórn sem úthlutar bikar þessum skal vera eftifarandi: Starfandi framkvæmdastjóri hverju sinni, fráfarandi formaður og einn úr sitjandi stjórn UMSE.

3. grein.

Bikar þessi veitist þeim er hefur, að mati stjórnar bikars, unnið mest og best að málefnum Sambandsins á liðnu starfsári.

4. grein.

Stjórn Sambandsins skal láta gera skjöld sem á er ritað nafn handhafa bikarsins og skal hann hanga á áberandi stað á skrifstofu sambandsins.

5. grein.

Skylt er að veita handhafa bikarsins hverju sinni viðurkenningu, til eignar fyrir nafnbótina.

6. grein.

Bikarinn er farandbikar sem handhafar varðveita í eitt ár. En um hann er keppt í 15. ár, en eftir það verði hann varðveittur af Sambandinu.

7. grein.

Bikar þessi veitist á ársþingi hverju sinni.

Vinnuþjarkurinn var fyrst veittur á ársþingi árið 1993 og í síðasta sinn árið 2007. Honum er því ekki lengur úthlutað og er geymdur á skrifstofu UMSE.

Handhafar vinnuþjarksins:

1993 Jóhanna Gunnlaugsdóttir Umf. Þorsteini Svörfuði

1994 Bjarnveig Ingavarsdóttir Umf. Svarfdæla

1995 Hjörleifur Halldórsson Umf. Svarfdæla

1996 Vilhjálmur Björnsson Umf. Svarfdæla

1997 Hringur Hreinsson Umf. Æskan

1998 Hrefna Helgadóttir Umf. Samherjum

1999 Anna Gunnbjörnsdóttir Umf. Samherjum

2000 Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir Umf. Svarfdæla

2001 Elín B. Unnarsdóttir Sundfélaginu Rán

2002 Ásgeir, Ingunn, Ragnheiður Rut

2003 Guðfinna Steingrímsdóttir Umf. Æskan

2004 Níels Helgason Umf. Samherjum

2005 Óskar Óskarsson Skíðafélagi Dalvíkur

2006 Starri Heiðmarsson Umf. Æskunni

2007 Ari H. Jósavinsson Umf. Smáranum