Knattspyrnumót UMSE 2025
Til stendur að halda knattspyrnumót UMSE á íþróttavellinum á Hrafnagili, fimmtudaginn 4. september kl. 17:00.
Aðalmarkmið mótsins er sem fyrr að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.
Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):
8. flokkur (Börn fædd 2020 og síðar). 3 í hverju liði
7. flokkur (Börn fædd 2018-2019). 5 í hverju liði
6. flokkur (Börn fædd 2016-2017). 5 í hverju liði
5. flokkur (Börn fædd 2014-2015). 5 í hverju liði
4. flokkur (Börn fædd 2012--2013). 7 í hverju liði
(allt fer þetta auðvitað eftir skráningu)
Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu.
Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi þriðjudaginn 2. september n.k. á póstfangið umse@umse.is
Í skráningunni þarf að koma fram hve mörg lið félagið sendir, í hvaða flokki þau keppa og fjöldi barna. Endilega hafið samband þó að það náist ekki í fullt lið. Markmiðið er að allir geti tekið þátt svo við munum reyna að koma öllum í lið.
Gert er ráð fyrir að mótsgjaldið verði ca. 1.500 kr. á hvern þátttakanda. Innifalið í þátttökugjaldi eru þátttökuverðlaun, pizzasneið og svaladrykkur.
UMSE á Unglingalandsmóti 2025
Rúmlega sextíu keppendur UMSE tóku þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Mótið var vel heppnað og hafði einmuna veðurblíða þar mikið að segja. UMSE bauð upp á kaffiveitingar í samkomutjaldi sínu og sameiginlega grillveislu á laugardagskvöldinu, sem heppnaðist vel.
Stjórn UMSE þakkar öllum keppendum, foreldrum og aðstandendum fyrir þeirra þátt í að gera helgina skemmtilega og eftirminnilega.
Þá þakkar stjórn UMSE Samskip fyrir veittan stuðning, en Samskip flutti fyrir okkur samkomutjaldið og tilheyrandi dót til og frá Egilsstöðum endurgjaldslaust.