Reglugerð um kjör íþróttamanns UMSE.
1.grein
Útnefna skal Íþróttafólk UMSE ár hvert, fyrir hverja íþróttagrein sem stunduð er innan UMSE.
2. grein
Stjórn UMSE skal leita umsagna frá aðildarfélögum vegna útnefninga og tilnefninga. Skal rökstudd greinargerð fylgja útnefningu.
3. grein
Einstaklingar sem koma til greina þurfa að keppa fyrir íþrótta- eða ungmennafélag innan vébanda UMSE. Aðeins þau sem hafa náð 15 ára aldri á því ári sem viðurkenningin er veitt fyrir geta verið útnefnd.
4. grein
Stjórn UMSE skal tilnefna valnefnd sem útnefnir íþróttafólk fyrir hverja íþróttagrein. Valnefndina ber að staðfesta á ársþingi UMSE. Valnefndin skal styðjast við umsagnir um íþróttafólk frá aðildarfélögum og sé þess þörf afla sér frekari upplýsinga um hvern einstakling sem gerð er tillaga um.
5. grein
Íþróttafólki sem útnefnt er skal veita viðurkenningu til eignar fyrir árangurinn.
Sérákvæði vegna 2024: Stjórn skipar valnefndina án aðkomu ársþings árið 2024.
Samþykkt svohljóðandi á 103. ársþingi UMSE í Funaborg í Eyjafjarðarsveit 4. apríl 2024.