Styrkir

Ferðastyrkir:

Stjórn UMSE veitir ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE vegna æfinga- og keppnisferða. Hægt er að sækja um fyrir einstaklinga eða hópa.

Stjórnin setur sér vinnureglur um þessa styrki og miðast þeir við fjárhag sambandsins að hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er einu sinni á ári, í október. Umsóknarfrestur er til 30. september.

Vinnureglur stjórnar vegna styrkveitinga

Umsókareyðublað - einstaklingar (.docx)

Umsókareyðublað - einstaklingar (.pdf)

Umsókareyðublað - hópar (.docx)

Umsókareyðublað - hópar (.pdf)

Afreksmannasjóður UMSE:

Úr afreksmannasjóði er úthlutað einusinni á ári. Úthlutun úr sjóðunum er bundin við reglugrerð afreksmannasjóðs sem hægt er að finna hér til vinstri, undir reglugerðir. Umsóknir í sjóðinn þurfa að berast fyrir 1. desember og er úthlutað úr sjóðum 15. desember. Sitjandi stjórn UMSE úthlutar úr sjóðnum.

Umsóknareyðublað (.pdf)

Umsóknareyðublað (.docx)

Fræðslu- og verkefnasjóður UMSE:

Fræðslu- og verkefnasjóður UMSE, sem hét áður Landsmótssjóður UMSE 2009, var stofnaður í kjölfar Landsmóts UMFÍ sem haldið var á Akureyri árið 2009. Mótshaldið var samstarfsverkefni UMSE og Ungmennafélags Akureyrar.

Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:

-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.

-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.

-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári þanni 1. nóvember. Umsóknarfrestur er fyrir 30. september. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna í reglugerð hans hér á vefsíðunni.

Umsóknareyðublað (.docx)

Umsóknareyðublað (.pdf)