Handbók UMSE

Handbók UMSE var unnin í tegslum við það innleiðingarferli að UMSE gerðist Fyrirmyndaríþróttahérað ÍSÍ.

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er verkefni sem samþykkt var á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2015. Íþróttahéruð ÍSÍ hafa nú möguleika á að sækja um viðurkenningu til ÍSÍ fyrir fyrirmyndarstarf. Viðurkenning fæst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem ÍSÍ setur. Forystumenn sex íþróttahéraða ÍSÍ komu að gerð þessa verkefnis og varð niðurstaðan ákveðinn gátlisti með þeim atriðum í starfsemi íþróttahéraðanna sem héruðin þurfa að uppfylla.

Ungmennasamband Eyjafjarðar náði þeim áfanga haustið 2017 og fékk afhenta viðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ, fyrst allra íþróttahéraða, í nóvember 2017.