Eldri reglugerðir afreksmannasjóðs

Afreksmannasjóður UMSE

Reglugerð afreksmannasjóðs UMSE (92. ársþing UMSE)

1. grein

Sjóðurinn heitir Afreksmannasjóður UMSE og skal varnarþing hans vera starfssvæði UMSE.

2. grein

Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa

framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

3. grein

Eingöngu félagar og keppnishópar innan UMSE, sem stunda íþróttir iðkaðar innan UMSE og

viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.

4. grein

Stjórn sjóðsins er stjórn UMSE og sér hún um úthlutun úr honum hverju sinni.

5. grein

Tekjur sjóðsins verði:

a) Ákveðið hlutfall af óskiptum lottótekjum er renna til UMSE, skv. reglugerð um skiptingu á

lottótekjum sambandsins.

b)Frjáls framlög og söfnunarfé.

c) Tekjur af eignum sjóðsins.

6. grein

Heimilt er að veita úr sjóðnum á hverjum tíma öllu því fé sem í honum er. Sjóðstjórn ákveður

styrkupphæð hverju sinni.

7. grein

Um styrkveitingar:

a) Veita má styrk úr sjóðnum vegna mjög góðrar frammistöðu í eftirtöldum alþjóðamótum:

i) Heimsmeistaramótum

ii) Evrópumeistaramótum

iii) Norðurlandameistaramótum

vi) Ólympíuleikum

b) Heimilt er að veita styrk úr sjóðnum ef viðkomandi hefur verið valinn í landslið

c) Heimilt er að veita styrk úr sjóðnum ef viðkomandi er Íslandsmeistari eða hefur sett

Íslandsmet á styrk ári.

d) Ennfremur er heimilt að veita styrk til þeirra sem standa framarlega í sinni grein miðað við

styrkleikaflokkun sérsambanda (sé hún til).

8. grein

Til að hljóta styrk geta íþróttamenn, aðrir en um getur í 7. Grein, eða félög þeirra sótt

skriflega um til sjóðsstjórnar. Allar umsóknir í Afreksmannasjóð skulu vera undirritaðar af

umsækjanda og formanni viðkomandi aðildarfélags eða deildar og þeim skal fylgja ástæða

umsóknar.

9. grein

Sjóðsstjórn skal á hverju ársþingi UMSE gera grein fyrir styrkveitingum úr sjóðnum.

10. grein

Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast fyrir 1. desember ár hvert og er úthlutun fram

15. desember sama ár.

11. grein

Um meðferð sjóðsins gilda sömu almennu reglur og annarra sjóða UMSE.

12. grein

Breyting á reglugerð þessari er einungis hægt að gera á ársþingi UMSE að fengnu samþykki

einfalds meirihluta atkvæða.

Samþykkt svohljóðandi á 92. ársþingi UMSE í Valsárskóla 16. mars 2013.