Kjör íþróttamanns UMSE

Reglugerð um kjör íþróttamanns UMSE.


1. grein

Kjósa skal Íþróttamann UMSE ár hvert.2. grein 

Starfandi íþróttanefndir á svæðinu ár hvert útnefna íþróttamann ársins, hver í sinni grein, sem hlýtur tilnefningu sinnar nefndar til kjörs íþróttamanns ársins hjá UMSE. Sé íþróttagrein stunduð innan UMSE án þess að til sé um hana íþróttanefnd, er stjórn UMSE heimilt að útnefna íþróttamann ársins í viðkomandi grein, hafi íþróttamaður sannarlega til þess unnið. Til viðbótar tilnefni stjórn UMSE þrjá menn eða fleiri ef með þarf til að ná tíu mönnum í kjörið. Stjórn UMSE skal leita umsagna frá aðildarfélögum vegna útnefninga og tilnefninga. Skal rökstudd greinargerð aðildarfélaga, nefnda og stjórnar fylgja útnefningu. 


3. grein

Gjaldgengir í kjör íþróttamanns UMSE eru þeir íþróttamenn sem keppa fyrir hönd íþrótta- eða ungmennafélags innan vébanda UMSE eða hafa lögheimili á starfssvæði UMSE. Skulu þeir hafa náð 15 ára aldri á því ári sem viðurkenningin er veitt fyrir. 


4. grein

Stjórnir aðildarfélaganna hver fyrir sig kjósi leynilegri kosningu eftir stigatöflu á milli þeirra sem tilnefndir hafa verið samkvæmt 2. grein. Hljóti fyrsti maður 12 stig, annar 10 stig, þriðji 8 stig, fjórði 7 stig og svo framvegis meðan stigagjöf leyfir. Að öðrum kosti er kjörseðill ógildur. Sá stigahæsti verður tilnefndur íþróttamaður ársins. Fái tveir eða fleiri sama stigafjölda skal sá sigra sem oftar hefur fengið 12 stig. Verði enn jafnt skal sá sigra sem oftar hefur fengið 10 stig, síðan 8 stig o.s.frv. verði þá enn jafnt skulu þeir deila titlinum. 


5. grein

Íþróttamaður ársins í hverri grein skal hljóta viðurkenningu og íþróttamaður ársins hjá UMSE að auki farandbikar til varðveislu í eitt ár. 


Samþykkt svohljóðandi á  100. ársþingi UMSE í Valsárskóla 23. júní 2021.