Skipting á Lottótekjum UMSE

Reglugerð um skiptingu á Lottótekjum UMSE

Reglugerð um skiptingu á lottótekjum UMSE

1. grein

Skipting þeirra lottótekna sem UMSE er úthlutað frá ÍSÍ og UMFÍ skal fara fram samkvæmt reglugerð þessari.

2. grein

55% renna til reksturs Ungmennasambands Eyjafjarðar.

3. grein

10% renna til Afreksmannasjóðs UMSE.

4. grein

5% renna til Fræðslu- og verkefnasjóðs UMSE.

5. grein

30% renna til aðildarfélaga UMSE og skiptast sem hér segir:

a. 7% skiptast jafnt til aðildarfélaga

b. 13% skiptast til aðildarfélaga hlutfallslega eftir samtals iðkendum 17 ára og yngri í hverri íþróttagrein (iðkanir) innan félagsins samkvæmt skýrslum aðildarfélaga í félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ sem skilað var á úthlutunarári.

c. 5% skiptast til aðildarfélaga hlutfallslega eftir samtals iðkendum 18 ára og eldri í hverri íþróttagrein (iðkanir) innan félags samkvæmt skýrslum aðildarfélaga í félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ sem skilað var á úthlutunarári.

d. 5% skiptast hlutfallslega eftir félagafjölda samvæmt skýrslum aðildarfélaga í félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ sem skilað var á úthlutunarári. Þau skulu jafnframt bundin því að a.m.k. helmingur lögbundins fulltrúafjölda aðildarfélagsins á ársþingi UMSE sé nýttur.

Uppfylli félög ekki þau skilyrði skal upphæðin, sbr. d. Lið, renna í Fræðslu- og verkefnasjóð UMSE.

6. grein

Úthlutun til aðildarfélaga skal reiknuð 31. desember úthlutunarár og greiðist út þegar skil hafa verið gerð á árskýrslu og félagatali í félagatali ÍSÍ og UMFÍ, samkvæmt lögum UMSE.

Reglugerð þessi er samþykkt á 96. Ársþingi UMSE, haldið í Árskógi 9. mars 2017.