Eldri reglugerðir um skiptingu lottótekna
Reglugerð um skiptingu á Lottótekjum UMSE (95. ársþing UMSE)
1. grein
Skipting þeirra Lottótekna sem UMSE er úthlutað frá ÍSÍ og UMFÍ skal fara fram samkvæmt
reglugerð þessari.
2. grein
60% renna til reksturs Ungmennasambands Eyjafjarðar.
3. grein
10% renna til Afreksmannasjóðs UMSE.
4. grein
30% renna til aðildarfélaga UMSE og skiptast sem hér segir:
a. 7% skiptast jafnt til aðildarfélaga.
b. 13% skiptast til aðildarfélaga hlutfallslega eftir samtals iðkendum 17 ára og yngri í hverri íþróttagrein (iðkanir) innan félagsins samkv. Felix 31.12. úthlutunarár.
c. 5% skiptast til aðildarfélaga hlutfallslega eftir samtals iðkendum 18 ára og eldri í hverri íþróttagrein (iðkanir) innan félags samkv. Felix 31.12. úthlutunarár.
d. 5% skiptast hlutfallslega eftir félagafjölda samkv. Felix 31.12. úthlutunarár. Þau skulu jafnframt bundin því að a.m.k. helmingur lögbundins fulltrúafjölda aðildarfélagsins á ársþingi UMSE sé nýttur.
Uppfylli félög ekki þau skilyrði skal upphæðin, sbr. d. lið, renna jafnt til þeirra félaga sem uppfylla skilyrðin.
5. grein
Úthlutun til aðildarfélaga skal reiknuð 31. desember úthlutunarár og greiðist út þegar skil hafa verið gerð á ársskýrslu og félagatali á Felix, samkvæmt lögum UMSE.
Reglugerð þessi er samþykkt á 95. ársþingi UMSE, haldið í Þelamerkurskóla 16. mars 2016.
Reglugerð um skiptingu á Lottótekjum UMSE (94. ársþing)
1.grein
Skipting þeirra Lottótekna sem UMSE er úthlutað frá ÍSÍ og UMFÍ skal fara fram samkvæmt reglugerð þessari.
2.grein
65% renna til reksturs Ungmennasambands Eyjafjarðar.
3.grein
10% renna til Afreksmannasjóðs UMSE.
4.grein
25% renna til aðilarfélaga UMSE og skiptast sem hér segir:
a. 5% skiptast jafnt til aðildarfélaga.
b. 10% skiptast til aðildarfélaga hlutfallslega eftir samtals iðkendum 15 ára og yngri í hverri íþróttagrein (iðkanir) innan félagsins samkv. Felix 31.12. úthlutunarár.
c. 5% skiptast til aðildarfélaga hlutfallslega eftir samtals iðkendum 16 ára og eldri í hverri íþróttagrein (iðkanir) innan félags samkv. Felix 31.12. úthlutunarár.
d. 5% skiptast hlutfallslega eftir félagafjölda samkv. Felix 31.12. úthlutunarár. Þau skulu jafnframt bundin því að a.m.k. helmingur lögbundins fulltrúafjölda aðildarfélagsins á ársþingi UMSE sé nýttur. Uppfylli félög ekki þau skilyrði skal upphæðin, sbr. d. lið, renna jafnt til þeirra félaga sem uppfylla skilyrðin.
5.grein
Úthlutun til aðildarfélaga skal reiknuð 31. desember úthlutunarár og greiðist út þegar skil hafa verið gerð á ársskýrslu og félagatali á Felix, samkvæmt lögum UMSE.
Reglugerð þessi er samþykkt á 94. ársþingi UMSE, haldið að Funaborg 12. mars 2015.
Reglugerð um skiptingu á Lottótekjum UMSE (92. ársþing)
1.grein
Skipting þeirra Lottótekna sem UMSE er úthlutað frá ÍSÍ og UMFÍ skal fara fram samkvæmt reglugerð þessari.
2.grein
75% renna til rekstur Ungmennasambands Eyjafjarðar
3.grein
5% renna til Afreksmannasjóðs UMSE.
4.grein
20% renna til aðildarfélaga UMSE og skiptast samkvæmt eftirfarandi:
a. 4% skiptast jafnt til aðildarfélaga.
b. 8% skiptist til aðildarfélaga hlutfallslega eftir samtals iðkendum 15 ára og yngri í hverri íþróttagrein (iðkanir) innan félagsins samkv. Felix 31.12. úthlutunarár.
c. 4% skiptist til aðildarfélaga hlutfallslega eftir samtals iðkendum 16 ára og eldri í hverri íþróttagrein (iðkanir) innan félags samkv. Felix 31.12. úthlutunarár.
d. 4% skiptist hlutfallslega eftir félagafjölda samkv. Felix 31.12. úthlutunarár. Þau skulu jafnframt bundin því að a.m.k. helmingur lögbundins fulltrúafjöldi aðildarfélagsins á ársþingi UMSE sé nýttur. Uppfylli félög ekki þau skilyrði skal upphæðin, sbr. d. lið, renna jafnt til þeirra félaga sem uppfylla skilyrðin.
5.grein
Úthlutun til aðildarfélaga skal reiknuð 31. Desember úthlutunarár og greiðist út þegar skil hafa verið gerð á ársskýrslu og félagatali á Felix, samkvæmt lögum UMSE.
Reglugerð þessi er samþykkt á 92. ársþingi UMSE, 16. mars 2013.