Veiting heiðursmerkja UMSE

Reglugerð um veitingu heiðursmerkja UMSE

1. gr.

Stjórn UMSE skal þegar tilefni er til, veita einstaklingum viðurkenningu samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar.

2. gr.

Heiðursmerki UMSE skiptast í eftirfarandi flokka:

• Gullmerki UMSE

• Starfsmerki UMSE

3. gr.

Gullmerki UMSE er gullslegið einkennismerki UMSE. Merkið má veita þeim einstaklingum, sem innt hafa af hendi skipulags-, stjórnar- eða þjónustustörf fyrir UMSE eða aðildarfélög þess um lengri tíma.

4. gr.

Starfsmerki UMSE er silfurslegið, þar sem einkennismerki UMSE í lit situr ofan á silfurslegnum lárviðarkransi. Merkið má veita einstaklingum sem unnið hafa mikið og gott starf í þágu eða aðildarfélaga þess. Merkið skal jafnframt vera hvatning til áframhaldandi góðra starfa í þágu UMSE, aðildarfélaga þess eða íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar í heild sinni.

5. gr.

Tillögurétt um veitingu heiðursmerkja hafa stjórnarmenn UMSE og stjórnir aðildarfélaga. Tillögum skal fylgja skilgreining á störfum viðkomandi og starfsferill innan íþróttahreyfingarinnar.

6. gr.

Formaður UMSE skal að jafnaði afhenda ofangreindar heiðursviðurkenningar, en í fjarveru hans varaformaður, framkvæmdastjóri eða aðrir þeir sem stjórn UMSE ákveður.

7. gr.

Heiðursmerki UMSE skal að jafnaði veita á ársþingum UMSE.

8. gr.

Skrifstofa UMSE skal skrásetja allar veitingar heiðursmerkja UMSE og skulu nöfn merkjahafa birt í ársskýrslu UMSE.

9. gr.

Reglugerð þessi er samþykkt á 89. ársþingi UMSE 20. mars 2010 og öðlast hún þegar gildi.